Skilmálar

Skilmálar netverslunar netform.is
Með því að opna og nota vefsetrið www.netform.is er litið svo á að þú hafir samþykkt eftirfarandi skilmála og skilyrði fyrir notkun vefsetrisins og þeirra vöru sem vefsetrið býður upp á.
Þau form sem er að finna á læsta hluta vefsetrisins www.netform.is eru eign netform.is og er því óheimill öll fjölföldun eða notkun í öðrum tilgangi en til einkanotkunar fyrir notanda. Með því að samþykkja notkunarskilmála þessa þá lýsir notandi því yfir að hann hafi kynnt sér ábyrgðarskilmála og skilmála vegna afhendinga eða útgáfu af hinum læstu formum.
Öll form á læsta svæði vefsetrisins www.netform.is, eru stöðluð grunnform sem notandi á eftir að fylla út í tengslum við þann löggerning eða þá réttararathöfn sem hann hyggst nota forminn fyrir. Netform.is ber ekki ábyrgð á réttmæti eða gildi þeirra löggerninga eða athafna sem form af læstu svæði netforms.is taka til, enda eru einstakir löggerningar alfarið á ábyrgð notandans. Netform.is ber ekki ábyrgð á læstum formum utan þess að form þeirra er sett upp með lögformlegum hætti. Ekki er unnt að líta á að Netform.is eða Saga lögmenn eða aðrir aðilar hafi veitt ráðgjöf við gerð umræddra löggerninga og því er Netform og Saga lögmenn skaðlaust komi til galli við ráðgjöf. Netform.is og Saga lögmenn bera eingöngu ábyrgð á formi og grunnleiðbeiningum sem fylgja með.

Skilmálar og reglur
Netform.is tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist fyrir það sem pantað var. Strax og greiðsla berst sendum við þér staðfestingu í netpósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Netform.is.

Afhending
Um leið og greiðsla hefur verið samþykkt og færð af kreditkorti notandands þá fær notandinn sendan tölvupóst með hlekk á þann vöruflokk er hann pantaði. 

Sendingarkostnaður
Ofan á órafræna vöruflokka sem sendir eru með pósti bætast kr. 690 við vöruverðið samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts og umsýslugjald Netform.is

Greiðslur og öryggi við pantanir – dulkóðun
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti.  Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar, s.s. kreditkortanúmer, sem gefnar eru upp við pöntun á Netform.is vefnum eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar, til að tryggja að óviðkomandi aðilar geta ekki komist yfir upplýsingarnar.

Netverð (verð)
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti. Vinsamlegast athugaðu að verðið á netversluninni getur breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.

Skilaréttur
Enginn skilaréttur er á rafrænum vörum enda hefur notandi getað kynnt sér útlit og efni þeirra forma sem er að finna á vefsvæði Netform.is. Skilaréttur á órafrænum vörum eru 10 dagar frá því að varan var send til notanda. Til að unnt sé að endurgreiða órafrænar vörur þá þarf varan að vera skluð óskemmd og í upprunalegu útiliti ásamt því sem kvittun þarf að fylgja með. Þú getur sent okkur vöruna í pósti eða. Þó er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Trúnaður og persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Við leggjum áherslu á að varðveita upplýsingar þínar á öruggan hátt.
 
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.